Skýrsla starfshóps um nýtt launamódel fyrir norska dómara

Norska þingið fól starfshópi í desember 2023 að rannsaka og gera tillögu að nýju launamódeli fyrir dómara á öllum dómstigum. Hinn 16. nóvember 2024 skilaði nefndin skýrslu með tillögum sínum að nýju launakerfi.

Með tillögunum er í afar stuttu máli gert ráð fyrir að laun norskra dómara verði ákvörðuð með lögum að tillögu sjálfstæðrar nefndar og kemur fram að sú leið þykir henta best vegna sjónarmiða sem lúta að sjálfstæði dómsvaldsins. Til upplýsingar er bent á að á síðum 44-47 í skýrslunni er að finna upplýsingar um fyrirkomulag launasetninga dómara á Norðurlöndunum.

Hér má nálgast tillögur starfshópsins:  

https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/modell-for-fastsetting-av-lonn-for-dommere-i-tingrettene-lagmannsrettene-og-jordskifterettene/id3080150/

Previous
Previous

Dómaranefnd Evrópuráðsins samþykkir álit og tilmæli um agaviðurlög dómara

Next
Next

Fundur formanna norrænna dómarafélaga haldinn í Osló