Fundur formanna norrænna dómarafélaga haldinn í Osló
Reglulegur fundur formanna norrænna dómarafélaga var haldinn í Osló 8. nóvember 2024. Formaður Dómarafélags Íslands, Kristbjörg Stephensen, sótti fundinn.
Á fundinum var kynntur undirbúningur að notkun gervigreindar við norska dómstóla og ræddar aðferðir við launasetningu dómara á Norðurlöndum og sérstaklega kynntar nýjar leiðir að launasetningu norskra dómara sem gert er ráð fyrir að taki gildi á komandi misserum.