Ársfundur IAJ 2024 í Höfðaborg í S-Afríku 19.-21. október 2024

Ársfundur IAJ 2024 var haldinn í Höfðaborg í Suður-Afríku dagana 19. til 21. október 2024. Fulltrúar Dómarafélags Íslands á fundinum voru formaður félagsins, Kristbjörg Stephensen og Hlynur Jónsson stjórnarmaður.

Á fundinum var meðal annars samþykkt ályktun um Túnis, sem má sjá hér:

https://www.iaj-uim.org/iuw/iaj-statement-on-tunisia/

og fundargerð fundarins má sjá hér:

https://www.iaj-uim.org/iuw/wp-content/uploads/2024/10/minutes-CC-2024-Cape-Town-En.pdf

 

Samhliða ársfundi IAJ fundaði Evrópudeild IAJ (EAJ) eins og venja er og var sá fundur haldinn daginn áður eða 18. október 2024. Kristbjörg og Hlynur sátu jafnframt þann fund.

Á fundinum voru meðal annars samþykktar ályktanir varðandi Armeníu, Búlgaríu og Svíþjóð sem sjá má hér:

https://www.iaj-uim.org/iuw/eaj-resolutions-adopted-in-cape-town-2024/

Previous
Previous

Niðurstöður vinnuhópa á ársfundi IAJ 2024 í Höfðaborg 19.-21. október 2024

Next
Next

Umsögn um áform um breytingu á lögum nr. 50/2016 um dómstóla (leyfi dómara)