Ársfundur IAJ 2023 í Taipei á Taiwan 18. - 21. september 2023
Ársfundur IAJ 2023 var haldinn í Taipei á Taiwan dagana 18. til 21. september 2023. Fulltrúi Dómarafélags Íslands á fundinum var formaður félagsins, Kristbjörg Stephensen.
Samhliða ársfundi IAJ fundaði Evrópudeild IAJ (EAJ) eins og venja er og var sá fundur haldinn daginn áður eða 17. september 2023. Kristbjörg sat jafnframt þann fund.
Á fundinum voru meðal annars samþykktar ályktanir varðandi Litháen og Moldavíu, sem sjá má hér:
https://www.iaj-uim.org/iuw/wp-content/uploads/2023/10/EAJ-Lithuania-Statement_September-2023.pdf
og
https://www.iaj-uim.org/iuw/wp-content/uploads/2023/09/EAJ-resolution-on-Moldova.pdf