Fundur formanna norrænna dómarafélaga haldinn í Kaupmannahöfn

Reglulegur fundur formanna norrænna dómarafélaga var haldinn í Kaupmannahöfn 3. nóvember 2023. Formaður Dómarafélags Íslands, Kristbjörg Stephensen, sótti fundinn.

Á fundinum var rætt um áskoranir sem felast í því að laða að hæfa dómara til starfa við dómstóla á Norðurlöndunum, s.s. í dreifbýli en launasetning og starfsaðstæður hafa ekki þótt stuðla sérstaklega að því að hæf dómaraefni sæki nægilega í störf dómara. Þá voru kynnt viðbrögð við svonefndum gengjastríðum sem hafa verið að færast í vöxt á undanförnum árum auk þess sem kynnt var mismunandi fyrirkomulag á rekstri dómarafélaga í löndunum fimm.

Previous
Previous

Álit dómaranefndar Evrópuráðsins um notkun gervigreindar í dómskerfinu

Next
Next

Umsögn um drög að frumvarpi um breytingu lögræðislaga