Breytingar á dómstólakafla norsku stjórnarskrárinnar

Norska stórþingið samþykkti 21. maí 2024 heildarendurskoðun á þeim kafla norsku stjórnarskrárinnar sem fjallar um dómsvaldið (86.gr. - 91. gr.) Helstu nýmælin sem verða með breytingunum eru eftirfarandi.

  • Öll dómstigin þrjú eru talin upp í stjórnarskránni, en áður var þar aðeins getið Hæstaréttar Noregs (87. gr.)

  • Mælt er fyrir um hámarksfjölda dómara í Hæstarétti og mega þeir ekki vera fleiri en 22, áður var aðeins getið um fimm dómara lágmarksfjölda (88. gr.)

  • Nýtt ákvæði bættist við um að konungur skipi dómara að fenginni umsögn frá óháðri nefnd og nánari fyrirmæli um nefnd um skipun dómara skuli sett með lögum (90. gr.)

  • Nýtt ákvæði bættist við um að dómara verði hvorki vikið úr embætti né hann fluttur í annað embætti  gegn vilja sínum fyrir 70 ára aldur nema með dómi (90. gr.)

  • Nýtt ákvæði bættist við sem mælir fyrir um að tryggja skuli sjálfstæði stjórnsýslu dómstólanna (91. gr.)

Norsku stjórnarskrána með áorðnum breytingum má sjá hér

Previous
Previous

Mótmæli gegn ítrekuðum kjaraskerðingum dómara

Next
Next

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögræðislögum