Dómar Evrópudómstólsins um tengsl sjálfstæðis dómsvaldsins og ákvarðana um launakjör dómara
Með dómi 25. febrúar 2025 í sameinuðum málum nr. C-146/23 kvað Evrópudómstóllinn upp úr um að ákvarðanir um laun dómara og breytingar á þeim þurfi að eiga sér lagastoð og uppfylla skilyrði um hlutlægni, fyrirsjáanleika, stöðugleika og gagnsæi. Þá kom fram að öll frávik frá því sem annars gildir um launaákvarðanir dómara þurfi að vera nauðsynleg út frá almannahagsmunum, samræmast meðalhófsreglu og gilda tímabundið.
Fréttatilkynningu um efni dómsins má sjá hér: https://curia.europa.eu/jcms/upload/docs/application/pdf/2025-02/cp250020en.pdf
og dóminn má sjá hér: