Siðareglur dómara
Siðareglur íslenskra dómara voru samþykktar samhljóða á síðasta aðalfundi Dómarafélags Íslands 24. nóvember sl.
Siðareglurnar hafa verið í undirbúningi frá því á aðalfundi félagsins í nóvember 2014 en rætt hefur þó verið til lengri tíma innan félagsins um að skrásetja slíkar reglur. Á fundinum var ákveðið að setja á fót vinnuhóp á vegum félagsins sem stýrði undirbúningi og gerð siðareglnanna. Vinnuhópinn skipuðu héraðsdómararnir Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Sandra Baldvinsdóttir og Hjördís Hákonardóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari.
Afrakstur vinnu hópsins eru tillögur að fyrstu skrásettu siðareglum íslenskra dómara sem samþykktar voru óbreyttar á síðasta aðalfundi, 24. nóvember 2017. Siðareglurnar má finna hér.
Frekari upplýsingar veitir Ingibjörg Þorsteindóttir formaður félagsins.
Siðareglurnar má lesa hér á síðunni.