Nýr formaður DÍ

 

Á aðalfundi DÍ 24. nóvember sl. var Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, kosin nýr formaður Dómarafélags Íslands en hún hefur verið varaformaður félagsins sl. þrjú ár. Skúli Magnússon, sem verið hefur formaður DÍ frá árinu 2013, gaf ekki kost á sér til embættisins. Þá var Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, kosinn í stjórn félagsins í fyrsta sinn. Auk Ingibjargar og Kjartans sitja í stjórninni þau Hildur Briem, dómstjóri Héraðsdóms Austurlands, Karl Axelsson hæstaréttardómari og Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness.