Aðalfundur 2018

Aðalfundur Dómarafélags Íslands 2018 verður haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 í Reykjavík, föstudaginn 23. nóvember nk.

 

D A G S K R Á

 

Kl. 14:00         Fundarsetning og ávarp: Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands

Ávarp fjármálaráðherra

Ávarp formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis

Ávarp formanns Lögmannafélags Íslands

Kl. 15:00         Kaffi

Kl. 15.20         Skúli Magnússon héraðsdómari: Fullveldi og dómstólar, í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands

Kl. 16:20         Aðalfundarstörf:

a) skýrsla stjórnar

b) reikningar félagsins

c) ákvörðun árgjalds

d) kosning stjórnar og varamanna

e kosning endurskoðanda

f) önnur mál

Kl. 17:00         Fundarslit – Léttar veitingar

 

Athygli er vakin á 3. og 4. mgr. 4. gr. laga félagsins sem hljóðar svo:Framboð til formanns og stjórnar félagsins skal tilkynna til stjórnar félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ber stjórn að tilkynna félagsmönnum um framboð eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn.[/] Atkvæðisrétt hafa einungis þeir félagsmenn sem staddir eru á aðalfundi.

Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. laga félagsins er tilkynnt að stjórnarmennirnir Hildur Briem og Sandra Baldvinsdóttir gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Að öðru leyti gefur sitjandi stjórn kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni, þ.e. Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður, Kjartan Bjarni Björgvinssonar og Karl Axelsson.

 

Stjórnin væntir þess að sem flestir félagsmenn mæti til fundarins. Óskað er eftir að tilkynning um þátttöku á fundinn verð send í síðasta lagi miðvikudaginn 28. nóvember á netfangið ingibjorg.thorsteinsdottir@domstolar.is