Aðalfundur 2015

Aðalfundur Dómarafélags Íslands verður haldinn í Safnahúsinu (áður Þjóðmenningarhúsið), Hverfisgötu 15, Reykjavík, föstudaginn 13. nóvember 2014 og hefst kl. 15:30.

Dagskrá fundarins er að finna hér fyrir neðan.

D A G S K R Á

Kl. 15:30         Fundarsetning og ávarp: Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands

Ávarp innanríkisráðherra, Ólafar Nordal

Ávarp formanns eftirlits- og stjórnskipunarnefndar Alþingis, Ögmundar Jónassonar

Ávarp formanns LMFÍ, Reimars Péturssonar hrl.

 

Kl. 16:15          Kaffi

 

Kl. 16:30          Aðalfundarstörf:

  1. a) skýrsla stjórnar
  2. b) reikningar félagsins
  3. c) ákvörðun árgjalds
  4. d) kosning stjórnar og varamanna
  5. e) kosning endurskoðanda
  6. f) kynning á starfi starfshóps um mótun siðareglna
  7. g) önnur mál

 

Athygli er vakin á 3. og 4. mgr. 4. gr. laga félagsins sem hljóðar svo: Framboð til formanns og stjórnar félagsins skal tilkynna til stjórnar félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ber stjórn að tilkynna félagsmönnum um framboð eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn. [/] Atkvæðisrétt hafa einungis þeir félagsmenn sem staddir eru á aðalfundi.

 

Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. laga félagsins er tilkynnt að Skúli Magnússon formaður gefur kost á sér til endurkjörs og stjórnarmennirnir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Hildur Briem og Sandra Baldvinsdóttir. Ólafur Börkur Þorvaldsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

 

Kl. 17.15          Þorbjörn Broddason prófessur emeritus: Dómstólar og fjölmiðlar

Kl. 18:00          Fundarslit – Léttar veitingar

 

Tilkynningu um þátttöku á fundinn skal senda eigi síðar en miðvikudaginn 10. nóvember á netfangið skuli@domstolar.is. Gert er ráð fyrir því að fundarmenn geti sótt kvöldverð á eigin kostnað í sölum Safnahússins í beinu framhaldi af fundinum. Matseðill og skráning vegna þessa verður tilkynnt sérstaklega.