Aðalfundur 2014

Aðalfundur Dómarafélags Íslands verður haldinn í Safnahúsinu (áður Þjóðmenningarhúsið), Hverfisgötu 15, Reykjavík, föstudaginn 21. nóvember 2014 og hefst kl. 15:00.

Dagskrá fundarins er að finna hér fyrir neðan.

Dagskrá:

Kl. 15:00        Fundarsetning: Skúli Magnússon, formaður DÍ.

Ávarp ráðherra.

Ávarp formanns LMFÍ, Jónasar Þórs Guðmundssonar hrl.

 

Kl. 15:30         Aðalfundarstörf:

  1. a) skýrsla stjórnar
  2. b) reikningar félagsins
  3. c) ákvörðun árgjalds
  4. d) kosning stjórnar og varamanna
  5. e) kosning endurskoðanda
  6. f) Tillaga stjórnar um breytingu á lögum félagsins (aukaaðild settra dómara og aðstoðarmann)
  7. g) önnur mál

 

Athygli er vakin á 3. og 4. mgr. 4. gr. laga félagsins sem hljóðar svo:

Framboð til formanns og stjórnar félagsins skal tilkynna til stjórnar félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ber stjórn að tilkynna félagsmönnum um framboð eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn.

Atkvæðisrétt hafa einungis þeir félagsmenn sem staddir eru á aðalfundi.

 

Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. laga félagsins er tilkynnt að Skúli Magnússon formaður gefur kost á sér til endurkjörs og stjórnarmennirnir Hildur Briem, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sandra Baldvinsdóttir. Áslaug Björgvinsdóttir gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

 

Kl. 16:00         Kaffi.

Kl. 16:15         Erindi og umræður: Siðareglur starfstétta. Róbert H. Haraldsson heimspekingur.

Kl. 17:00         Fundarslit.

Kl. 17-18:00    Léttar veitingar.       

 

Tilkynningu um þátttöku á fundinn skal senda eigi síðar en miðvikudaginn 19. nóvember á netfangið sandra@domstolar.is.