Ályktun Dómarafélags Íslands um hagsmunaskráningu og upplýsingar um aukastörf dómara

Samþykkt á fundi félagsins 1. febrúar 2017

 

Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um skráningu aukastarfa og fjárhagslega hagsmuna dómara, svo og opinbera birtingu slíkra upplýsinga, árétta dómarar í Dómarafélagi Íslands mikilvægi þess að um þessi efni gildi skýrar reglur sem tryggi gagnsæi og trúverðugleika dómskerfisins.

Dómarar hafa jafnframt skilning á því að heimildir þeirra til að sinna aukastörfum og eiga hluti í félögum þurfi að sæta takmörkunum og einnig að eðlilegt er að upplýsingar um þessi atriði séu að ákveðnu marki aðgengilegar almenningi.

Í ljósi framangreinds telja dómarar rétt að gildandi lög og reglur um skráningu aukastarfa og fjárhagslegra hagsmuna þeirra, svo og opinber birting þessara upplýsinga, verði teknar til endurskoðunar með það fyrir augum að herða reglurnar til samræmis við það þar sem lengst er gengið í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Meðal annars verði að því stefnt að eignarhlutir dómara í fyrirækjum yfir ákveðnum mörkum verði birtar opinberlega. Lýsa dómarar sig reiðubúna til að taka þátt í vinnu við slíka tafarlausa endurskoðun.

 

Skoða betur

Aðalfundur 2016

Aðalfundur Dómarafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 25. nóvember 2016, í Safnahúsinu (áður Þjóðmenningarhúsið), Hverfisgötu 15, Reykjavík, og hefst kl. 13:00.

Dagskrá fundarins er að finna hér fyrir neðan.

Skoða betur

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Dómarafélags Íslands verður haldinn í Safnahúsinu (áður Þjóðmenningarhúsið), Hverfisgötu 15, Reykjavík, föstudaginn 13. nóvember 2014 og hefst kl. 15:30.

Dagskrá fundarins er að finna hér fyrir neðan.

Skoða betur

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Dómarafélags Íslands verður haldinn í Safnahúsinu (áður Þjóðmenningarhúsið), Hverfisgötu 15, Reykjavík, föstudaginn 21. nóvember 2014 og hefst kl. 15:00.

Dagskrá fundarins er að finna hér fyrir neðan.

Skoða betur

Aðalfundur 2013

DÓMARAFÉLAG  ÍSLANDS

Aðalfundur

Aðalfundur Dómarafélags Íslands verður haldinn á veitingastaðnum Höfnin, Geirsgötu 7c,  Reykjavík, föstudaginn 29. nóvember 2013 og hefst kl. 13:30.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

 

Kl. 13:30    Fundarsetning: Hjörtur O. Aðalsteinsson formaður DÍ.

 

Ávarp ráðherra,

Ávarp formanns LMFÍ Jónasar Þórs Guðmundssonar hrl.

 

Kl. 14:00    Aðalfundarstörf

a)     skýrsla stjórnar

b)    reikningar félagsins

c)     ákvörðun árgjalds

d)    kosning stjórnar og varamanna

e)     kosning endurskoðanda

f)     önnur mál

Athygli er vakin á 2. mgr. 4. gr. laga félagsins en hún hljóðar svo:

Framboð til formanns og stjórnar félagsins skal tilkynna til stjórnar félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ber stjórn að tilkynna félagsmönnum um framboð eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn.

Atkvæðisrétt hafa einungis þeir félagsmenn sem staddir eru á aðalfundi.

2. mgr. 5. gr. er svohljóðandi:

Í aðalfundarboði skal tilkynnt hvort stjórn gefur kost á sér til endurkjörs.

Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. laga Dómarafélags Íslands er tilkynnt að Hjörtur O. Aðalsteinsson formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórnarmennirnir Ingimundur Einarsson, Ólafur Ólafsson og Ragnheiður Bragadóttir gefa heldur ekki kost á sér til endurkjörs.

 

Kl. 14:30    Kaffi.

Kl. 15:00    Fyrirlestur.  Nánar tilkynnt síðar.

 

Kl. 16:00    Fundarslit.

———–

Kl. 19:00    Kvöldstund í Höfninni sem hefst með fordrykk.

 

Kl. 19:30    Kvöldverður, jólaveisla.

Matseðill, smellið á skjalið:

 

Hátíðarræða.

 

 

Tilkynning um þátttöku, annars vegar á fundinn og hins vegar í kvöldverðinn, óskast sendar eigi síðar en mánudaginn 25. nóvember nk. til Hjartar O. Aðalsteinssonar á netfangið hjortur@domstolar.is.

Skoða betur