Aðalfundur 2018

Aðalfundur Dómarafélags Íslands 2018 verður haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 í Reykjavík, föstudaginn 23. nóvember nk.

 

D A G S K R Á

 

Kl. 14:00         Fundarsetning og ávarp: Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands

Ávarp fjármálaráðherra

Ávarp formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis

Ávarp formanns Lögmannafélags Íslands

Kl. 15:00         Kaffi

Kl. 15.20         Skúli Magnússon héraðsdómari: Fullveldi og dómstólar, í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands

Kl. 16:20         Aðalfundarstörf:

a) skýrsla stjórnar

b) reikningar félagsins

c) ákvörðun árgjalds

d) kosning stjórnar og varamanna

e kosning endurskoðanda

f) önnur mál

Kl. 17:00         Fundarslit – Léttar veitingar

 

Athygli er vakin á 3. og 4. mgr. 4. gr. laga félagsins sem hljóðar svo:Framboð til formanns og stjórnar félagsins skal tilkynna til stjórnar félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir boðaðan aðalfund. Ber stjórn að tilkynna félagsmönnum um framboð eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn.[/] Atkvæðisrétt hafa einungis þeir félagsmenn sem staddir eru á aðalfundi.

Í samræmi við 2. mgr. 5. gr. laga félagsins er tilkynnt að stjórnarmennirnir Hildur Briem og Sandra Baldvinsdóttir gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Að öðru leyti gefur sitjandi stjórn kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni, þ.e. Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður, Kjartan Bjarni Björgvinssonar og Karl Axelsson.

 

Stjórnin væntir þess að sem flestir félagsmenn mæti til fundarins. Óskað er eftir að tilkynning um þátttöku á fundinn verð send í síðasta lagi miðvikudaginn 28. nóvember á netfangið ingibjorg.thorsteinsdottir@domstolar.is

 

 

Skoða betur

Hádegisverðarfundur 29. maí 2018

Samtal um siðmenningu

#metoo byltingin og lögfræðingastéttin

Lögmannafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands og Dómarafélag Íslands efna til hádegisverðarfundar þriðjudaginn 29. maí kl. 12.00-13.15 um #metoo byltinguna og ávinning hennar í H sal á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Þessi stórmerkilega bylting hefur afhjúpað hegðun og framferði innan fjölmargra stétta, þar á meðal lögfræðinga, sem hefur legið í þagnarhjúpi og þannig verið samþykkt og viðurkennd. En ekki meir og ekki lengur, þökk sé þeim sem hafa opnað umræðuna og deilt reynslu sinni.

Á fundinum mun Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari fjalla um hin skráðu lög og dr. Salvör Nordal heimspekingur, umboðsmaður barna, um óskráðar reglur í samfélagi manna.

Að loknum erindum munu formenn félaganna þriggja sem standa að fundinum, þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður, verðandi formaður Lögmannafélags Íslands, Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, formaður Lögfræðingafélags Íslands og Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari, formaður Dómarafélags Íslands, ræða um hvort og þá hvað félögin geti gert til að koma í veg fyrir brot á óskráðum meginreglum um mannleg samskipti. Hver eru næstu skref og hvaða aðgerða er þörf? Er hægt að koma á hugarfarsbreytingu um ásættanlega hegðun í samfélaginu og hvernig ætlum við að breyta því ástandi sem sögur í #metoo byltingunni hafa afhjúpað?

Fundarstjóri verður Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður, formaður Félags kvenna í lögmennsku.

Skráning stendur yfir til kl. 13.00 mánudaginn 28. maí 2018. Verð kr. 4.000,- hádegisverður innifalinn.

Skráning: https://lmfi.is/lmfi/frettir/2018/05/hadegisverdarfundur-29-mai

Skoða betur

Siðareglur dómara

Siðareglur íslenskra dómara voru samþykktar samhljóða á síðasta aðalfundi Dómarafélags Íslands 24. nóvember sl.

Siðareglurnar hafa verið í undirbúningi frá því á aðalfundi félagsins í nóvember 2014 en rætt hefur þó verið til lengri tíma innan félagsins um að skrásetja slíkar reglur. Á fundinum var ákveðið að setja á fót vinnuhóp á vegum félagsins sem stýrði undirbúningi og gerð siðareglnanna. Vinnuhópinn skipuðu héraðsdómararnir Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Sandra Baldvinsdóttir og Hjördís Hákonardóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari.

Afrakstur vinnu hópsins eru tillögur að fyrstu skrásettu siðareglum íslenskra dómara sem samþykktar voru óbreyttar á síðasta aðalfundi, 24. nóvember 2017. Siðareglurnar má finna hér.

Frekari upplýsingar veitir Ingibjörg Þorsteindóttir formaður félagsins.

Skoða betur

Ávarp fráfarandi formanns á aðalfundi DÍ 24. nóvember 2017

Skúli Magnússon héraðsdómari lét af störfum sem formaður DÍ á aðalfundi félagsins 24. nóvember sl. Hann hefur verið formaður félagsins sl. fjögur ár. Voru honum færðar þakkir félagsmanna fyrir góð störf í þágu félagsmanna og dómstólanna í landinu.

Hér fyrir neðan má lesa ávarp Skúla sem hann flutti á fundinum.

Skoða betur

Nýr formaður DÍ

 

Á aðalfundi DÍ 24. nóvember sl. var Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, kosin nýr formaður Dómarafélags Íslands en hún hefur verið varaformaður félagsins sl. þrjú ár. Skúli Magnússon, sem verið hefur formaður DÍ frá árinu 2013, gaf ekki kost á sér til embættisins. Þá var Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, kosinn í stjórn félagsins í fyrsta sinn. Auk Ingibjargar og Kjartans sitja í stjórninni þau Hildur Briem, dómstjóri Héraðsdóms Austurlands, Karl Axelsson hæstaréttardómari og Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness.

Skoða betur

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Dómarafélags Íslands verður haldinn í Safnahúsinu  við Hverfisgötu 15, Reykjavík, föstudaginn 24. nóvember 2017.

Dagskrá fundarins er að finna hér fyrir neðan.

Skoða betur